Skipaafgreiðsla Vestfjarða
Skipaafgreiðsla Vestfjarða

Þörungaverksmiðjan Reykhólum

Útskipun hjá Íslenska Kalk- þörungafélaginu

Um Skipaafgreiðslu Vestfjarða

Skipaafgreiðsla Vestfjarða veitir alhliða þjónustu við lestun og losun skipa og báta.
Fyrirtækið hefur sérhæft starfsfólk með áralanga reynslu á sínu sviði.
Skipaafgreiðslan leggur áherslu á fagleg vinnubrögð, öryggi, snerpu og sveigjanleika.

Okkar markmið er að þjóna fyrirtækjum á vestfjörðum, við útvegum mannskap og tæki til minni og stærri verkefna. Skipaafgreiðslan hefur keypt hús á Bíldudal og því getum við boðið upp á gistingu.

Styttri losunar- og lestunartímar eru okkar markmið.

Stefnan er að auka þjónustu á vestfjörðum.

Íslenska Kalkþörungafélagið

Skipaafgreiðslan hefur þjónustað Íslenska Kalkþörungafélaginu á Bíldudal
síðastliðin ár og hefur þjónustan vaxið ár frá ári.

Þörungaverksmiðjan

Skipaafgreiðsla Vestfjarða hóf samstarf við Þörungaverksmiðjuna á Reykhólum.
Fyrsta verkefnið fyrir Þörungaverksmiðjuna var í lok september þegar stærsti
farmurinn frá verksmiðjunni, 1600 tonn af mjöli var skipað út í flutningarkipið Hauk.
Reiknað er með áframhaldandi samstarfi félaganna.

Saltkaup

Einnig hefur skipaafgreiðslan þjónað Saltkaup með losun
saltskipa til margra ára á Vestfjörðum.

Grænland, land nýrra tækifæra

Skipaafgreiðslan hefur undanfarið átt í viðræðum við fyrirtæki á Grænlandi um samstarf við vinnslu á minni og meðalstórum verkefnum á Grænlandi.

Það væri þá þáttur Skipaafgreiðslunnar að koma með mannskap frá Íslandi til vinnu í hin ýmsu verkefni - allt frá nokkrum dögum upp í nokkrar vikur. Er þá aðalega um að ræða hafnarverkamenn og tækjamenn þótt það sé ekki bundið við það. Eru menn bjartsýnir á að þarna séu ýmsir möguleikar og tækifæri fyrir báða.